Título: Skipulagsform íslenskra fyrirtækja
Autores: Ingi Rúnar Eðvarðsson; University of Akureyri
Guðmundur Kristján Óskarsson
Fecha: 2008-08-25
Publicador: Bifröst: Journal of Social Science
Fuente:
Tipo: Peer-reviewed Article
Tema: skipulagsform; skipurit; rekstrarumhverfi; Ísland; organizational structure; organizational chart; external environment; Iceland
Descripción: Markmið þessarar greinar er í fyrsta lagi að kanna hvaða skipulagsform (skipurit) eru við lýði í íslenskum fyrirtækjum. Í öðru lagi er markmiðið að kanna áhrif stærðar fyrirtækja og rekstrarumhverfis á skipulag þeirra. Greinin byggir á niðurstöðum netkönnunar sem framkvæmd var af Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri. Svör bárust frá 222 fyrirtækjum (46% svörun). Niðurstöður benda til að stærð fyrirtækjanna hafi mjög mikil áhrif á marga þætti skipulags. Stærri fyrirtækin eru formlegri, sérhæfðari og hafa frekar starfslýsingar. Þau hafa einnig oftar samþykkt stjórnskipulag, eru skipulögð í anda fléttuskipulags, og hafa þrjú eða fleiri stjórnþrep. Rekstrarumhverfi fyrirtækja hefur áhrif með þeim hætti að starfaskipulag er algengara í stöðugu rekstrarumhverfi og einnig eru fyrirtæki í óstöðugu umhverfi óformlegri en önnur fyrirtæki. Enginn munur kom fram varðandi skipulag framleiðslu- og þjónustufyrirtækja, en þau síðarnefndu hafa hærra hlutfall háskólamenntaðra starfsmanna. Þörf er á frekari rannsóknum á skipulagi til að efla íslenskt atvinnulíf og tryggja varanlegan árangur fyrirtækja.The main goal of this article is to investigate the organizational structure of Icelandic firms. A secondary goal is to see what influence the size and external environment of firms have on their organizational structure. The article is based on an Internet survey which was carried out by the University of Akureyri’s Research and Development Center. 222 firms responded to the survey (46% response rate). The results suggest that the size of firms has great influence on many organizational characteristics. Larger firms are more formal and specialized and are more likely to use written job descriptions. They are also more likely to have a defined organizational structure, to be organized in a matrix structure, and to have three or more management levels. Firms’ external environment has an effect as well, in that functional structure is more common in stable environments, and firms in unstable environments are more informal than other firms. There were no differences in the organization structure of manufacturing versus service firms, though the latter have a higher percentage of university-trained employees. More research in this area would contribute to the strength of the Icelandic economy and to enduring success for Icelandic firms.
Idioma: is