Título: Staðsetning landbúnaðar: áhrif spurnar eftir landi á framleiðslu svæða
Autores: Kolfinna Jóhannesdóttir; Bifröst University
Fecha: 2008-08-25
Publicador: Bifröst: Journal of Social Science
Fuente:
Tipo: Non-refereed Working Paper
Tema: landverð; eftirspurn lands; staðsetning landbúnaðar; Land value; demand for land; agricultural location
Descripción: Í kjölfar mikillar umræðu um hækkun landverðs hér á landi, vaknaði áhugi á að kanna áhrif þeirrar þróunar á staðsetningu landbúnaðarframleiðslu. Í rannsókninni er litið til áhrifa á staðsetningu mjólkur- og kindakjötsframleiðslu en þær búgreinar eiga það sameiginlegt að þarfnast mikils lands til beitar og ræktunar. Breytingar á framleiðslu voru athugaðar yfir tvö tímabil: annars vegar yfir verðstöðugleika­tímabilið 1996-2001, þ.e. sex ára tímabil fyrir mikla verðhækkun á landi, og hins vegar yfir verðhækkunartímabilið 2001-2006 en á þeim tíma er talið að eftirspurn eftir landi hafi aukist verulega og landverð hækkað mikið, einkum á Suður- og Vesturlandi. Niðurstöður leiða í ljós vísbendingar um að kindakjötsframleiðsla hafi færst frá svæðum þar sem landverð hefur hækkað mest en mjólkurframleiðendur virðast hafa aukið við sig framleiðslu á sömu svæðum.Increasing land value in Iceland over the last years has aroused interest in evaluating how this development has influenced the location of agricultural activity. The research here examines influences on milk and mutton production, since both those branches of agriculture require a great deal of land for grazing and cultivation. Data on production were collected for two periods. The first was a six-year period of price stability from 1996 to 2001, before the price of land began to rise, and the second, from 2001 to 2006, was a period of increasing prices where the demand for land increased substantially, particularly in the south and west of Iceland. The main findings are that mutton production appears to have shifted away from regions where land value has increased the most, but milk production appears to have increased in those same regions.
Idioma: ís